fimmtudagur, apríl 09, 2009

Loksins loksins

Jæja ég ákvað að láta heyra smá í mér!!!!, eins og venjulega er nóg að gera hjá mér, skólinn á fullu og svo auðvitað fjölskyldan og vinnan.  Undan farna mánuði hefur verið brjálað að gera í vinnunni, og ég tala nú ekki um í skólanum, endalaus próf og verkefni, ef það er ekki tölfræðipróf þá er það tölfræðiverkefni og svo er það rekstrarhagfræðin og ekki má gleyma ársreikningnum, jebb lífið snýst um þetta hjá mér núna. Páskafríið verður notað  í tölfræði og fjölskylduna hehehe hvernig sem það gengur.
Einnig hefur verið nóg að gera í kringum skátana, þrátt fyrir að vera í fríi frá kórnum þá hefur bara aukist nefndarsetan hjá SSR.  Ég sat á skátaþingi ekki alls fyrir löngu, þetta var bara mjög skemmtilegt hehehe, fullt af skátum að koma inn aftur eftir langa fjarveru, þannig að ég þekkti alveg heilan helling þar, svo endaði þetta með góðu skralli Laugardagskvöldið. 
Jæja ég ætti kannski að halda áfram í páskaeggjagerðinni, gengur frekar brösulega. hummm

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Árið 2009

Sæl og blessuð öll sömul.
Ég verð víst að blogga eitthvað, fékk formlega kvörtun í gærkveldi yfir bloggleysi hjá mér, ég yrði bara að spýta í lófana og bulla eitthvað ef ég hefði ekki frá neinu að segja. hehehehe.
Reyndar er ekki mikið að frétta af okkur, jólin og áramótin gengu í gegn eins og hjá öllum, allir kátir og glaðir. Reyndar varð ég árinu eldri þann 7.janúar, lét Hauk sjá um eldamennskuna þann daginn. Við Lína systir héldum upp á afmælið okkar saman enda 80 ára gamlar, þetta var svona lítið frænkuboð,mikið talað og skrafað. Svo hefur bara hversdagsleikinn tekið við, Skóli, vinna, heimilið, borða, sofa og læra.

Bkv. Sigurlaug

laugardagur, desember 20, 2008

Jólin og jólaundirbúningur




















Kæru vinir og vandamenn, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Takk fyrir það gamla og vonandi sjáumst við hress á nýju ári.

Eins og margir vita þá hefur heilsufarið á heimilinu ekki verið upp á marga fiska, en með lækkandi sól, þá hefur heilsan komið hægt og rólega, demanturinn ákvað að yfirgefa hreiðrið, þannig að ég er öll að koma til (hahahaha). Og því heilsan er svo að segja komin þá var farið í jólaundirbúning, baka smákökur (done), þrífa (done), kaupa jólagjafir (mostly done), skreyta jólatréð (sunnudag), ákvaða matinn og kaupa (done), vantar eitthvað meira á listann???, held ekki, nema þá að elda matinn og það gerist eins og allir vita bara samdægurs.

Ég get nú sagt ykkur frá því að ég og unglingurinn á heimilinu fórum á konfektgerðarnámskeið, svei mér þá ef við erum ekki bara snillingar :-) , þetta var rosalega skemmtilegt og líka gott. Það er rosalega gaman að geta gert svona og þá á við að geta verið með unglingnum, það gerist nú ekki oft á þessum dögum, hvað þá að gera eitthvað með mömmu sinni, sem er oftast sagt að það sé "hallærislegt ", ætli ég lifi ekki á þessu í nokkur ár.

Bið að heilsa í bili.
Með jólakveðju Lauga

mánudagur, desember 08, 2008

Jólin nálgast.

Já þau nálgast ef enginn hefur tekið eftir því, bara 16 dagar til jóla, vóóóó hvað tíminn líður hratt.
Undan farið er búið að vera nóg að gera hjá mér og mínum, endalausir tónleikar hjá strákunum og svo auðvitað vinnan, plús veikindi.
Á morgun á ég að hitta doktorinn og ég efa það að steininn minn sé farinn (auðvitað á ég við demantinn sem situr fastur), en auðvitað kemur þetta allt saman í ljós á morgun. Allir að krossleggja fingur og vona með mér að demanturinn sé farinn.
Og svo er bara að koma sér í jólagírinn og skreyta skreyta skreyta meira.

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Heilsan hvað er það nú aftur ???!!!???

Nú er ég búin að fara til doktorsins og viti menn, steinbrjóturinn "Mjölnir" braut ekki niður steininn góða, svei mér þá, þetta ætlar ekki að ganga þrautalaust, þessir STEINAR vilja bara ekki yfirgefa mig alveg sama hvað sé reynt. Nú er ég komin í tilraunaverkefni, það er að ég held áfram að taka inn verkjalyfin, sýklalyfin og nú Omnic en það er víst kallalyf, hahaha nú er ég orðinn eldri maður með þvagfæra og blöðruhálskirtilsvandamál. Jebb doktorinn sagði það, en þetta lyf á að hjálpa til með að þrýsta steininum út, vona bara að þetta virki.

Nú er Skrekkur búinn og MINN SKÓLI vann, yessss til hamingju Austó.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Afmælisdagur

Í dag hefði afi minn átt afmæli og orðið 94 ára, en hann var fæddur 10.11.1914, skrítið að hugsa til þess að fyrir ári síðan sat ég og spjallaði við ömmu mína í tilefni dagsins, við áttum hátt í 2 klukkustundaspjall í símanum, okkur þótt mjög gaman að tala :-), en þetta var okkar síðasta spjall, þessi dagsetning verður því föst í minni mínu um ókomnatíð. En þegar ég hugsa til baka þá held ég að amma mín afi vitað að hún væri að fara, því eiginlega snérist samtal okkar um gamlar minningar, um mig og mín fyrstu ár hjá þeim öðlingshjónum, og líka um það að ég hafi alltaf verið velkomin. Já það er gott að eiga svona minningar.
En nóg um gamlar minningar, nú er Skrekkur byrjaður á fullu og fyrsta kvöldið af 5 búið, og reyndar er ég alveg búin eftir þetta fyrsta kvöld, en þetta er fínn auka peningur því drösla ég mér áfram í þetta. En ég vona að heilsan fari nú að koma tilbaka er eiginlega búin að fá nóg af verkjum og óþægindum.
Læt þetta duga í bili.

mánudagur, október 27, 2008

Allt á réttri leið :-)

Jæja þá er ég búin að fara í steinbrjótinn "Mjölnir", það lítur út fyrir það að þetta hafi bara gengið vel. Þannig að allt lítur vel og mér líður aldrei þessu vant bara mjög vel, nú get ég líka farið að taka skólann aftur með trompi og sinnt vinnunni sem skyldi.
Kveðja Lauga