miðvikudagur, október 10, 2007
Fólk er hræðslupúkar!!!!!!!!!!
Hvað er eiginlega með fólk sem þorir ekki í óvissuferðir? Málið er þannig, að ég er búin að vera undirbúa óvissuferð fyrir vinnuna og í dag þurfti ég að afpanta hana, vegna dræmrar þátttöku hmmm, jebb svona er þetta - það komu sko ýmsar kvartanir, ég er með kvef og veit ekki hvort það verði farið þarna 20.okt, einmitt alskonar búlshit. Ég ákvað ásamt mínum yfirmanni að snúa kvæði okkar í kross, blása af óvissuferðina og skella á árshátíð í staðin, þar sem allir vita nákvæmlega hvert þeir/þær eru að fara, og viti menn það eru fleirri komnir á listann og allt í einu getur maðurinn farið á árshátið þrátt fyrir að vera með kvef(hann neitaði að fara í óvissuferðina v/kvefs) og árshátíðin er sama dag og óvissuferðin átti að vera. Ég vona bara að ég þurfi ekki að afpanta borðið á Hótel Sögu og showið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
sissís
Kv.Heiðdís
Skrifa ummæli