Nú er veturinn genginn í garð,mætti með frosti og öllu tilheyrandi.
Þessa helgi var ég búin að ákveða að taka því rólega, vera bara heima og taka til og ekki fara neitt. Mér tekst hins vegar ekkert í þessum þrifum, það er svo sem allt í lagi þetta hleypur ekkert frá mér. Fór á handboltamót hjá Sturlaugi á laugardag og svo í göngu í heiðmörkinni í dag, enda ekki hægt að vera inni í svona góðu veðri að þrífa.
Ég frétti líka að það er verið að undirbúa Ættarmót hjá minni fjölskyldu næsta sumar og það lítur útfyrir að ég verði ekki með þetta skipti, ég bara veit ekki hvernig ég á að höndla það. !!!!!
Þetta er svona hópur sem þú vilt ekki missa af, það hefur alltaf verið svo gaman og mikil gleði í þessum hópi, sungið, trallað og tjúttað. Og að öllum líkindum verð ég í Evrópu á þeim tíma, eða í júlí ef allt fer á þann veg. Mér finnst að ættarmótið eigi að vera í seinni part júlí eða ágúst.
Nýjar myndir á myndavefnum.
sunnudagur, október 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli