Jebb nú eru komin 26 ár síðan ég byrjaði í skátunum, ekkert smá langur tími. Hver hefði trúað því að ég myndi endast svona lengi í þessu starfi!!! ekki mamma mín, hún hafði enga trúa á þessu athæfi dóttur sinnar, ég æfði sund í nokkur ár, dans frá 4 ára aldri til 13 ára, svo var það jazzballet og frjálsar yfir sumartímann, þannig að ég er ekkert hissa á mömmu að halda að ég myndi ekki endast í skátunum. En það sem hún vissi ekki að ég dóttir hennar hafði virkilega gaman af svona starfi og viðhorfum sem skátarnir kenna og leggja upp með, skáti er hjálpsamur, skáti er stundvís, skáti er dýravinur og allt það sem á eftir kemur. Og í dag er ég enn viðloðin skátastarfið, ekki svona beint, heldur er ég búin að vera í skátakórnum síðan 1996 og sit í stjórn skátasambands Reykjavíkur. Ég vona svo sannarlega að uppeldi mitt á drengjunum litist af þessari upplifun minni.
laugardagur, nóvember 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ mín kæra!! Mér finnst alveg óskaplega leiðinlegt hvað skátastarfið hefur átt á brattann að sækja undanfarin ár,skil ekki alveg hvað veldur,því ekki vantar að þetta var alveg óskaplega gaman.Kannski er það þessi mikla afþreying sem á boðstólum er í dag,veit ekki,allir virðast vaða úr einu í annað,sjónvarp,tölvuleikir og fl.Allavega held ég að það gangi ekki nógu vel í mínum bæ.KNÚS á línuna Sæa.
Ég held að bæjarfélög ættu að styrkja þetta starf líkt og þau gera fyrir íþróttafélögin. Skátastarf er ekki síðri uppbygging fyrir börn og íþróttir. Og NB skátastarf er meira og minna sjálfboðastarf, þeir sem eru í því eru að vinna að hugsjón einni saman.
Hæ hæ mín kæra!
Mikið svakalega var gott að hitta þig og fá koss og faðm þarna á laugardaginn. Útlegðin fer að taka enda og þá ætti maður að fara að geta lifað "venjulegu" lífi!
Ása útlagi...
Hæ hæ Lauga mín ætlar að vera sama vesenið á þér og mér sjáumst Sigga systir
Skrifa ummæli