Nú hefur amma kvatt okkur. Kona sem lifði lífinu til fullnustu, kona sem var allt, mamma,amma,langamma,vinur,sálufélagi,ráðgjafi og svona mætti lengi telja.
Ó, vef mig vængjum þínum,
til verndar, Jesú, hér.
Og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki' og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa' af hreinni náð.
Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn.
Og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni,
mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
Góða ferð amma
Kveðja Lauga
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Elsku Lauga og fjölskylda
Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þú átt greinilega góðar minningar um ömmu og þær munu hjálpar þér núna.
Kveðja,
Ása
Takk kærlega fyrir hugulsemina elsku Ása mín.
Elsku Lauga mín og fjölskylda
Ég samhryggist þér og þínum, við tölum betur saman á sunnudaginn hlakka til að sjá ykkur
kv Sigga systir
Takk fyrir góðan og átakasaman dag. Sjáumst á morgun
Stórt knús
Heiða
www.heidab3.bloggar.is
Skrifa ummæli