föstudagur, nóvember 09, 2007

Veikindi dýra

Það er dýrt að vera með dýr, hundurinn okkar hann Petró er veikur og þurftum við að fara með hann til dýralæknis í morgun, 12 þúsund kall takk fyrir. Í morgun þá gat hann ekki stigið í aftur fæturnar og dróg sig eiginlega áfram á framlöppunum, þannig að við brunuðum með hann til doktorsins til að líta á greyið, greindist hann með hita og bólgur og svo eitthvað að blöðruhálskirtlinum, það er víst eitthvað sem gamlir hundar fá og Petró er bara 1 og 1/2 árs gamall, þannig að hann er kominn á sýklalyf og bólgulyf. Við vonum það besta og höfum það rólegt heima. :-)
Svo er það ég, jebb nú er ég búin að taka þá ákvörðun að hætta að reykja og komin á þessi fínu lyf, sem eiga að draga úr löngun til að reykja, 3ja mán prógramm hjá mér, jey.
Reykingar mjög heilla rafta, rettuna færi ég Skafta, fáðu þér smók og sopa af kók, sjúgðu´í þig kosmískakrafta.......................... texti Stuðmanna.
16 dagar í Köben hahaha allir að telja niður.
Hilsen

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kústurinn minn var bitinn og það kostaði tæpar 5000 krónur...mér fannst það dýrt en samt nokkuð vel sloppið þar sem ég bjóst við meiru !! Rándýr þessi dýr...

En áfram Sigurlaug í reykingarstoppinu :D

Kv.Heiðdís