sunnudagur, janúar 20, 2008

Nýtt líf

Já nú er sko nýtt líf byrjað á heimilinu, ég fjárfesti í ryksugu, þetta er sko ekki nein venjuleg ryksuga, ég mun sko ekki svitna lengur við þetta leiðinlega heimilisverk, þetta er robot, nú ýti ég bara á 1 takka og elskan byrjar og ég horfi bara á (yyyyeeeessss). Luxus líf ekki satt. Þið megið alveg öfunda mig.
Heilsufarið hjá fjölskyldunni hefur ekki verið uppá marga fiska, það eru bara allir að veikjast í kringum mig og reyndar ég líka. Helv........ flensudjöf...... í morgun skreið Markús upp í til mömmu sinna og sagði; mamma ég held að ég sé lasinn, ég hósta svo asnalega, júbb viti menn drengsi kominn með hita og ljótann hósta og vill bara grænan frostpinna, það er sko allra meina bót, eða það segja strákarnir á þessu heimili.
Annars er það að frétta af tengdamömmu að hún er öll að koma til, en eins og ég virðist segja núna reglulega er að "Góðir hlutir gerast hægt", held að það séu orð með sönnu.
Mig langar að skella mér upp í Borgarnes og sjá BRÁK. Ætli það sé ekki best að fara að panta miða.

Engin ummæli: