þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Loksins aftur

Jæja nú get ég farið að tjá mig aftur, er bara búin að liggja í veikindum allan febrúar og það er ekki enn búið og svei mér þá ég bara veit ekki hvar þetta endar. Eins og allir vita eða þeir sem lesa þetta blogg, byrjaði ég árið á því að brjóta á mér hendina, svo fór janúar í það að vinna eins og brjálæðingur og veik í þokkabót, ég meina það voru bara nýrnasteinar að ganga niður, ég hef sko oft lent í því, þannig að ég fór bara í þann pakka að drekka mikið af vatni, þá meina ég mikið af vatni og hélt því áfram, beit á jaxlinn og drakk meira, en í byrjun febrúar þá var ég bara lögð inn á bráðamóttökuna og sprautuð niður (vegna verkja), jújú í ljós kom að þessi steinn minn sat fastur í þvagleiðaranum og vildi ekki fara, þannig að ég var send heim með verkjastíla og verkjatöflur og sagt að liggja fyrir þar sem steinninn minn myndi ganga niður vegna lyfjatöku(allt þetta átti að hjálpa til), nei það er ekki svo gott, sérfræðingur kominn í málið og ég beint í steinabrjótinn.
En Steinninn minn vill ekki fara, þannig að það er taka tvö núna á mánudaginn og aldrei að vita hvað gerist þá.
Vá þetta er í algjörri belg og biðu, er enn undir áhrifjum lyfja losna ekki við það fyrr en steinninn er farinn.

This is my stone.

Engin ummæli: