Þá eru páskarnir liðnir, ekkert nema súkkulaði át og meira át af öðru tagi, og við skulum ekki ræða allar fermingarnar sem okkur er boðið í 6 talsins + Gulla sem eru þá 7, en ég kemst nú ekki í þær allar, fórum í eina þann 2 apríl, svo voru að sjálfsögðu Ferming Gulla og Ástu, í dag fórum við í fermingu hjá systur minni en sonur hennar hann Gunnþór fermdist í dag, Friðrik Ingi fermdist líka í dag en við komust ekki í hans veislu og svo förum við í eina næstu helgi og svo endar þetta í júní hjá henni Tinnu Mjöll, ég held ég sé farin á hausinn, ég lifi samt þetta alveg af.
Mig dreymdi skrýtinn draum um helgina, var reyndar í sjokki á eftir með kökk í hálsi og tár í augum. Mig dreymdi að amma mín væri dáin og ég var í jarðaförinni hennar, þetta var nú ekki beint svona venjuleg jarðaför því hún var ekki í kirkju, en afi minn var mættur og kom til mín að hugga mig, og þegar hann tekur mig í fangið þá fékk ég svona á tilfinninguna guð þetta er afi og handtakið og faðmlagið var svo gott, og ég grét og grét, fannst þetta mjög erfitt en svo er ég eitthvað að labba um salinn þá kemur ´Jói bróðir minn og vill eitthvað tala við mig, en ég hafði ekki tíma til að tala við hann því ég þurfti að komast aftur til afa.
En að dreyma afa og ömmu er víst tákn um vernd og svo jarðaförin er víst bara af hinu góða, reyndar að gráta og að hugga er líka af hinu góða að mér skilst.
Þrátt fyrir að vita þetta, þá hringdi ég í ömmu gömli til að athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá henni. En guð hvað það var gott að dreyma afa ég hefði ekki getað trúað því. en afi er hjá mér.
mánudagur, apríl 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Farðu nú að skrifa eitthvað frænka góð. Ég er orðin leið á að lesa um páskana aftur og aftur.
Takk fyrir kveðjuna, Eva sagði mér að hún hefði hitt þig hjá ömmu gömlu.
Kv. Siffó frænka
Skrifa ummæli