laugardagur, september 09, 2006

Fréttir af nesinu

Nú er verið að skipuleggja 20 ára hitting ´87 útskriftar-árgangs Austurbæjarskóla, ég er víst komin í undirbúningshóp ásamt Ólöfu sem var með mér í bekk, Ragna og Palli eru með hinn bekkinn, það er ekkert smá hvað tíminn líður fljótt/hratt á gervihnattaöld/tölvuöld og ég sem hélt að ég væri ekki eldir en 25 og ekki degi eldri.

Ég ákvað fyrir nokkrum dögum að tala við Héðinn (gamall kennari út Austó) og byðja hann að aðstoða mig með að fá bekkjarlista yfir þennan árgang, heyrði svo í Ólöfu, þá hafði hún heyrt í Rögnu, ég talaði við Palla og svo voru bara allir komnir á fullt, ekkert smá gaman hvað allri voru að hugsa það sama.

Jæja nú er ég búin að fara á seinna ballið á nesinu "Stuðmannaball ársins" dansað og sungið í fjóra tíma, það má teljast helv.... gott, og ógeð...... gaman, nú þarf ég að bíða í nokkra mán fyrir næsta ball, eins gott að fara hlaða batteríin, því það verður nóg að gera á næsta ári. íííííhaaaaaa

Og svo að lokum þá tilkynnist það hér með að ég er komin í nýja vinnu. Þið sem hafið áhuga þá getið skoðað ´linkinn "vinnan mín", frá og með næstu mánaðamótum verð ég komin þangið í 100% vinnu, nú er ég þar 50% og svo afganginn í gömlu vinnunni.

2 ummæli:

Heiðrún sagði...

við Einar Óli ætlum að koma samferða, erum búin að takast í hendur upp á það!

Nafnlaus sagði...

Ég er viss um að það verður meira stuð hjá ykkar árgangi heldur en okkar, allir svo steingeldir að enginn mætti. Það eru nú reyndar tíu ár síðan svo kannski eitthvað gæti breyst ef að við myndum leggja í svona rejúníon aftur. Sem að verður held ég aldrei. En hvað um það, takk fyrir kveðjuna og vonandi hafið þið það líka gott, nóg að gera með 3 gutta og einn kall e haggi? Ánægð í nýju vinnunni og svona? Annars bið ég bara að heilsa liðinu, bestu kveðjur.
Siffó frænka og co.