fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Til hamingju með daginn.

Amma mín á afmæli í dag, orðin 87 ára og hress miða við aldur. Þetta er besta amma í heimi og ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki haft ömmu og afa. Ég hef alltaf getað leitað til hennar og talað við hana um allt. Hver vildi ekki eiga slíka ömmu, sem alltaf hlustar og rökræðir við mann um allt og ekkert. Ég var um 3ja ára þegar ég kom first til þeirra, veik í þokkabót, grenjaði út í eitt og enginn gat huggað þessa litlu stúlku (ég man sko eftir þessu), langamma var þarna og Ransý frænka og amma en afi var í vinnunni, amma, langa og Ransý reyndu að kæta mig en ekkert gekk, guð hvað ég held að ég hafi verið leiðinleg og þreytandi, svo mætir afi minn á svæðið og viti menn, þessi litla stúlka (ég) hljóp í fangið á þessum stóra og dásamlega manni, sem hún hafði aldrei séð áður. þetta eru sko firstu skrefin mín á heimili ömmu minnar og afa, ekki var aftur snúið með heimsóknir mínar þangað, í hlýjuna í afa og ömmubóli. Ekki má gleyma því þegar amma leyfði okkur stelpunum að mála sig og gera hana fína með alls kyns hárgreiðslum og lagningum, ef ég myndi spyrja hana í dag hvort ég mætti mála hana og laga á henni hárið, þá er ég alveg viss um að hún myndi segja já.

Svo amma til hamingju með daginn megi hún lengi lengi lifa. Elska þig út af lífinu.
Kveðja Lauga

Engin ummæli: