laugardagur, mars 22, 2008

Páskahelgin gengin í garð

Hérna bíða allir eftir að sunnudagur renni upp, þá þarf maður ekki að fá samviskubit yfir súkkulaði áti. Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég fór reyndar uppí Borgarnes á miðvikudaginn með frænkunum að sjá Brák, mæli eindregið með því stykki, er enn með verk í kinnunum eftir allan hláturinn. Var reyndar líka í Borgarnesi í dag, þar sem við hjónin mættum með kerru til að taka rúmið hennar ömmu. Stefnt er að því að pússa það upp og það mun fara niður til Gulla. Einnig er ég komin með gamlan skáp sem líka á að pússa upp hehehe, jebb ég stend í stórræðum, vonandi mun þetta ganga upp hjá mér.

Hilsen í bili og Gleðilega Páska
Laugan

Engin ummæli: