föstudagur, apríl 18, 2008

Inflúensa og árshátíðar

Nú er komið að árshátíðum, og það tvær helgar í röð. Á morgun er árshátíð skátakórsins en á undan ætlum við að halda 10 ára afmælistónleika kórsins, ætla bara rétt að vona að ég hafi úthald í herlegheitin, þar sem ég er búin að liggja í inflúensunni í viku. Fór samt í gær og fjárfesti mér í kjól, maður verður að lúkka sem best á svona kvöldum. Næstu helgi verður árshátíð hjá ÍTR og ætla að nota kjólinn aftur :-), þetta er nefnilega ekki einnota kjóll hahahahaha.
Bíð svo heftir því að það verði haft samband við mig, GULU hanskarnir bíða eftir að komast í notkun.

1 ummæli:

Álftarungi sagði...

hæ hæ! Nei, ég þarf víst að leysa af í vinnunni í Júlí, þ.a. ég verð því miður ekki í berlín á þessum tíma, en það er ekki ákveðið hvort Gunnar kemur heim. það getur því vel verið ( og væri voðalega gaman) ef hann gæti tekið á móti ykkur og ferðast með ykkur um borgina :) Ég læt ykkur vita hvernig fer um leið og ég veit eitthvað, er eins og er að ákveða 4 flug í sumar og allt er í lausu lofti hvenær ég fer, hvenær ég kem aftur... verð alveg ringluð bara. En ef svo illa fer að Gunni verði ekki heima, þá gæti vel verið að þið gætuð nú barasta gist í íbúðinni okkar ef þið viljið.... við verðum í bandi.

kær kveðja,
Erla.