Nú er að styttast í evrópuferð fjölskyldunar. Við hjúin tókum það að okkur að vera yfirfararstjórar á handboltamót í Svíþjóð og í fram haldi af því er stefnan tekin á ferð til Þýskalands og Austurríki. Þannig að ferðin mun taka tæpar 3 vikur. Spennan er orðin gífurleg á heimilinu, strákarnir eru gjörsamlega að fara á límingunum.
Fyrir vikið missum við af ættarmótinu sem verður í júlí, mér finnst eiginlega hundfúlt að missa af því, enda er þetta líka mín ætt. hahahahaha.
Ég verð nú að láta eitt en flakka, eins og áður hefur komið fram hjá mér, þá sótti ég um í Háskólanum á Akureyri í fjarnámi og ÉG FÉKK INNGÖNGU Í SKÓLANN, jebb þannig að nú í haust verð ég háskólamær.
fimmtudagur, júní 19, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hæ,mín kæra!!!! Úffff ég verð alveg uppgefin á að lesa allt þitt amstur,en hvað ,þið eruð ung og getið þetta alveg.Til lukku með að hafa komist í skólann.Trúi að strákarnir séu spenntir,en finnst alveg ómögulegt að þið skuluð ekki vera með á mótinu.Fékk þær fréttir frá gömlum Borgnesingum að þú hefðir stjórnað söng með röggsemi á 4x50 æfmælishófinu,svo þú sérð að maður fréttir svona hitt og þetta hehe, KNÚS úr NESINU.
Fékkstu þá ekki að heyra þetta með rababarann hahaha, hann var sko alveg snilld, sveitungarnir voru sko alveg til í að redda Siggu systur sykur svo hún gæti farið strax í sultugerð, því sultan fannst ekki sem átti að vera með matnum.
Ég skyldu nú samt ekkert í því að hafa mig þarna til að stjórna söngnum , því það var alveg rosalegt söngfólk þarna úr Dölunum. En ég var mér ekkert til skammar og það er nú fyrir öllu.
OOOO, ég gleymdi rabbanum,hann var jú algjör snilld,og var líka nefndur í fréttunum sem ég fékk úr geiminu.HeHe.Hefði nú getað látið þig hafa smá sykur slettu með ha.
Þú deyrð ekki ráðalaus Lauga mín, það er sko alveg á hreinu... dugnaðarforkur eins og þú hefur ekki sést í manna minnum. Mér þykir það jafn leiðinegt og þú að komast ekki á ættarmót, en vonandi verðum við þá báðar
á næsta móti í staðinn:-)
Við munum koma tvíefldar á næsta ættarmót en vonandi líða nú samt ekki 10 ár á milli þeirra.
Skrifa ummæli