laugardagur, ágúst 23, 2008

Dagurinn í Dag

Þessi dagur verður sko ekki rólegur hjá mér frekar en fyrri daginn. Nú er ég búin að fara 1 sinni noður í skólann, sem var bara fínt. Nú verður sko aldeilis tekið á því, Vinna, skóli, heimili og lærdómur, svona verður líf mitt næstu árin, bara svona smá upplýsingar til þeirra sem vilja vera í sambandi við mig hehehehe.
Í dag ætla strákarnir mínir að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni (3km), auðvitað mun ég fara og hvetja drengina mína til dáða, veit samt ekki hvort ég nenni að vera í bænum á menningarnótt, ekkert mikið fyrir það.
Í dag hefði amma mín líka átt afmæli, hún hefði orðið 88 ára, verð að segja að mér finnst mjög skrítið að geta ekki hringt í hana og óskað henni til hamingju með daginn. Hún var vön því að baka pönnukökur í tilefni dagsins, þannig að ég hringdi yfirleitt í fyrra fallinu til að heyra í henni áður en systur hennar mættu eða þá seint á kvöldin, til að vera viss að ég fengið spjallið.
En í dag mun ég kveikja á kerti fyrir hana og spjalla við hana í hljóði.
Á morgun á svo Ransý frænka afmæli og hún verður hummm ég held að hún verði 44, en ekki hafa það eftir mér, ég gæti verið að fara með vitlaust mál.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að gíra sig upp og koma sér afstað í maraþon.
Kveðja Lauga

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Lauga mín það voru engar pönnsur þennan daginn,ætluðum með kerti uppetir en það hellirigndi,svo það verður bara gert síðar. Knús úr NESINU.

Álftarungi sagði...

Já, það er mikill söknuður af Röggu ömmu (hún tók mér svo ótrúlega vel að mér líður eins og ég hafi misst mína þriðju ömmu og hugsa oft til hennar).... En gangi þér nú vel með skólann og öll herlegheitin, við verðum tvær mjög ,,busy gals" næstu árin!

knús frá Rotterdam og Tilburg frá og með morgundeginum,
Erla.