þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Komin heim frá Köben


Ég átti frábæra ferð til Kóngsins Köben, þrátt fyrir að hafa verið eini kvenmaðurinn í ferðinni. En þar sem þetta var svona skátaferð, þá var farið víða og mikið skoðað (allt skátatengt), auðvitað var kíkt smá í búðir, sem er auðvitað partur af öllu saman, Strikið gengið, Fisktorv skoðað og svo að síðustu var farið í Fields, en Fields á að vera stærsta moll Skandinaviu, tíminn þar var mjög knappur enda bara 1 klst. stopp þar. Ég verð nú samt að segja frá því að við fórum í Kristjaníu, en þar er mjög góður matsölustaður, kom bara verulega á óvart. Erla, ég komst ekki í Tívolíið í þetta skiptið en ég labbaði um í Bakken, ákvað nú samt að fara í engin tæki, því þá hefði ég þurft að fara í þau öll og tíminn ekki nægur hehehehe (ein í tímaþröng allan tímann), en strákarnir fóri í alla helstu skotbakka sem þeir gátu farið í (karlmennskuremba út í eitt). En þetta var frábær ferð og ótrúlega skemmtileg í alla staði, enda yndislegt að koma til Köben.
Þeir sem eru áhugasamir þá eru myndir úr ferðinni á myndalinknum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim,,búin að sitja hér heima í dag og skoða myndir,(með aðra löppina í gifsi,já þurfti að detta og brjóta mig aðeins) en sé að þú hefur átt góða ferð. Kv. úr Nesinu.

Sigurlaug Björk sagði...

Hvað varstu eiginlega að gera Sæa mín, þú veist að þegar maður er komin á góðan aldur á maður að fara með gát, það geri ég :-)