Nú er heimilislífið að komast í fastar skorður, allir komnir í skóla sem eiga að vera þar, tómstundastörf komin á fullt, þannig að allir eru glaðir með sitt.
Við hjónin skelltum okkur á tónleika í gær hjá Klezmer Kaos, en það er hljómsveitin hennar Heiðu frá París, við hjónin skemmtum okkur mjög vel, en ég verð að segja að Heiða frænka er svakalega flott vá vá vá. hljóðið hefði mátt vera betra, það fannst öllu tónlistarfólki(ættingjar) í salnum, Biggi og Jói voru eiginlega á því að fjarlægja hljóðmanninn hahahaha. En frábærir tónleikar og þau stóðu sig eins og hetjur og í lokin var sunginn afmælissöngur fyrir Heiðu þar sem hún varð 25 í gær.
Á morgun ætlum við til Keflavíkur(Reykjanesbæ) á ljósanótt, en Hildur(systir Hauks) Daddi(bróðir Hauks) og Davið sonur Hildar eru að opna sýningu þar á morgun og auðvitað mætir fjölskyldan á opnunina.
fimmtudagur, september 04, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæhæ,nú er það sko sól og hiti 29°í skugga.ágætis íbúð og svoleiðis,en ergjó að komast ekki á þaksvalirnar stiginn er svo brattur. Skrítið ég get kommentað á blogg en get ekki sent frá mér póst. Bestu kveðjur Sæa og Bjössi.
Nei blessuð og sæl Sæa mín og Bjössi,Njótið þess nú að vera í hitanum, leiðinlegt þetta með svalirnar, en þú ert með tölvuna með þér sé ég hahahaha. Bara góða skemmtun og svo fæ ég sögurnar frá ykkur seinna um hvernig allt hefur gengið með alla hjólastólana.
Kveðja Lauga
Hei,það gengur sko glatt með hjólast,er að verða alveg fulbefarin á trillitækið,munur eða bévaðar hækjurnar sem bara þvælast fyrir manni Knúús.
Skrifa ummæli