Jæja þá koma fréttir eða ekki fréttir, þessa dagana á ég að taka því rólega, er bara að bíða eftir því komast í steinbrjótinn til að mölva þennan stein, en hann ákvað að fara að hreyfa sig sem veldur mér bara þjáningum, en verkjalyfin halda svolítið verkjunum frá. En nóg með mig, strákarnir eru að sjálfsögðu á fullu í sínu og Markús Ingi var að þreyta samræmdupróf núna í vikunni í íslensku og stærðfræði, að hans mati gekk honum bara vel, sagði að stærðfræði prófið hafi bara verið létt, en við sjáum hvað setur. Stulli er bara á fullu í handboltanum þessa dagana og skóla og píanói. Gulli er á fullu í hárgreiðslunni (finnst rosalega gaman) og í björgunarsveitinni.
Haukur fær það hlutverk að sjá um allt og þjónusta þar sem ég er í veikindarleyfi hehehe.
Hilsen Lauga
sunnudagur, október 19, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli