Jæja það lítur út fyrir að ég skrifi bara hér á vikufresti og ekki get ég sagt að ég hafi mikið að segja, nema bara það sama og venjulega, vinna og aftur vinna og það lítur út fyrir að svo verði áfram. Markús Ingi er þvílíkt glaður með það að vera byrjaður í skólanum, nú er maður sko orðinn stór og þarf sko enga hjálp, enda líka byrjaður í skólanum.
Stóri strákurinn minn er að fara að fermast í vor og nú er búið að boða okkur foreldrana á fund ásamt drengnum til prestsins núna í vikunni, ekkert smá hvað tíminn flýgur strákurinn minn að fermast og mér finnst ég bara vera ný búin að eignast hann og áður en ég veit af verður hann fluttur að heiman og mér finnst ég ekkert eldast miða við hraðann á lífinu.
sunnudagur, september 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli