Mér hefur borist kvörtun yfir því að ég sé hætt að tjá mig á blogginu, kannski er það vegna þess að ég hef ekkert að segja eða þá að það sé bara brjálað að gera hjá mér þessa dagana. Ætli það sé ekki bara sitt lítið af hverju.
Annars er það að frétta að eins og venjulega að lífið er vinna og aftur vinna, og núna er ég ekki bara fótbolta mamma heldur líka handbolta mamma, þannig að nú förum við á fleiri leiki en venjulega, endalausir leikir og mót.
Gulli er að fara til Vestamannaeyjar að keppa á handboltamóti næstu helgi og Haukur ætlar að vera fararstjóri en ég ætla að vera heima, þá verður það fyrsta helgin mín í langan tíma sem ég á frí og ekkert planað, vá það verður hvíld í lagi.
Í gær borgaði ég ferðina mína til USA, Minneapolis, jamm ég er að fara til bandaríkjana í byrjun desember það verður fjör, svo er ég byrjuð að undirbúa fertugsafmælið hans Hauks sem verður núna í nóvember. Alltaf nóg að gera á þessum bæ.
laugardagur, október 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli