Jáhá, ég var sko ein af þessum 50 þúsund konum í bænum, þetta var mjög gaman að taka þátt í þessu og slagorðin frá bær, allt frá því að vera að Róm byggðist ekki á einum degi yfir í það að standa Er heili kvenna minna virði?? 100% konur og svo fram eftir götunum. Hljóðkerfið hefði mátt vera betra svo maður hefði heyrt eitthvað af því sem sagt var á sviðinu.
Sem sagt frábært að geta tekið þátt í þessu en það sem ég nældi mér í staðinn var hálsbólga og beinakuldi, æi þið vitið þegar manni er kalt inn að beini, frosið nef og allann pakkann.
Ég þori, get og vil.
mánudagur, október 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
100% kona með kvef.
Skrifa ummæli