Jæja þá ég er komin heim, reyndir fyrir viku síðan, en komin samt, eytti að sjálfsögðu þvílíkt af peningum eins og allir sem fara þangað, en þar sem ég var í Minneapolis var skíta kuldi og snjór og ég varð eins og litlu börnin að skoða snjókornin en þau voru sko alveg eins og stjörnur, ekkert smá flott, flestar jólagjafirnar í höfn.
En nú er komið að matarstuldinum, fjölskyldan fór um helgina í Nóatún við Hringbraut, sem er ekki frásögufærandi nema það að við kassann er svona leikur í gangi þar sem maður átti að fylla út nafn og svara einni spurning og auðvitað urðum við að taka þátt í því, en þar sem ekki voru pennar til að skrifa með færði ég mig yfir á næsta kassa sem var lokaður og fyllti helv.... út, Haukur borgar fyrir matinn og þar sem ég hafði sett í pokann þá hélt hann að ég væri með hann og ég hélt að hann myndi taka hann, neiii það var sko ekki svoleiðis heldur tók næsti maður sem var á eftir okkur pokann okkar og þar sem þetta er til á teipi og starfsfólk Nóatúns búin að skoða það, þá vilja þau ekkert gera, því að við vorum búin að borga matinn, ég meina helv...... tók pokann á meðan við vorum en í búðinni, og Nóatúni er alveg sama, mér finnst þetta skíta þjónusta og leiðinleg búð núna, ég held að þau þurfi að fara á eitthvað námskeið í framkomu.
Það er lágmark að hafa penna á kassanum svo fólk geti tekið þátt í svona leikjum.
miðvikudagur, desember 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
eða þið getið bara fylgst með pokanum ykkar sjálf en ekki láta stela honum fyrir framan nefið á ykkur....gerist oft og af hverju ætti búðin að gera eitthvað í því, Þið búin að borga, ykkar mál :) ekki það ég er hætt að vinna þarna svo mér er nokk sama hvað öðrum finnst núna, samt pínu ósanngjarnt :o*
Mer finnst nu alveg lagmark að vera kurteis, og þessi verslunarstjori var það ekki !!!!!
Skrifa ummæli