sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt nýtt ár 2006


Nú árið er liðið í aldanna skaut eða eitthvað svoleiðis, jæja ég er búin að hafa það gott yfir jólin fékk margt fallegt og skemmtilegt , en ég ákvað að enda árið með trompi og flaug á hausinn og það var ekki einu sinni hálka og ég var ekki drukkin heldur, ég bara gerði þetta með stæl og þurfti engin svoleiðis auka atriði, þar af leiðandi eytti ég síðustu nótt ársins 30-31 des á slysó og komin í gifs á vinstri hendi ekkert smá flott en ég veit að nýja árið mun verða frábært.
Ég óska öllum gleðilegs nýtt árs með þökk fyrir það gamla.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár frænka og til hamingju með afmælið um daginn:-) Kv. Siffó frænka