laugardagur, janúar 14, 2006

Tvær vikur liðnar af nýju ári

Jæja þá er ég laus við gifsið, í ljós kom að það var ekki sprunga í bátsbeininu bara litlu beini við hliðina á því, bara gott mál annars hefði ég þurft að vera í gifsi í 6 vikur í viðbót, og svo er ég illa tognuð í úlnliðnum þannig að ég má ekki vera í neinum stórræðum svo sem skúra og ryksuga og doktorinn var meira að segja tilbúinn að skrifa upp á það hahahha þannig að ég er enn laus við þau verk.

Nú er ég búin að eiga afmæli á þessu ári bara orðin durdífæf (35) svakalega fljúga þessi ár áfram, mér finnst ég bara vera nýlega þrítug, en eins og sagt er um steingeitur þá fæðast þær gamlar og leiðinlegar en yngjast og verða skemmtilegri með aldrinum, vona bara að þetta eigi við um mig, þá er ég komin hálfa leið þangað hehehehe.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bíddu bara þangað til þú verður dörtísex.
Unnur

Nafnlaus sagði...

Þessar tvær vikur af árinu eru sko löngu liðnar, bara svo þú vitir. Kv. Siffó frænka