mánudagur, júlí 17, 2006
Komin heim af Vestfjörðunum
Jæja nú er ég víst komin heim úr rigningunni, þá er ég ekki að tala um neina smá rigningu. Auðvitað var ég að vonast eftir góðu veðri, þá helst sól og blíðu.
Við fjölskyldan fórum vestur í Skálmafjörð þar sem Tengdó eru með hlut í eyðibýli og áttu nokkra daga núna þessa dagana, þarna er frábært að vera í góðu veðri, en núna fengum við að fylgjast með þokunni fara út og inn fjörðinn, magnað ekki satt!!!!
Daddi og Jóna komu svo á föstudeginum og voru með okkur fram á sunnudag, ákváðum við þvi að keyra litla vestfjarðarhringinn, sem var mjög gaman, fór í Selárdal sð skoða listaverkin hans Sæmundar og svo líka Uppsali þar sem Gísli einbúi bjó, svo héldum við áfram að keyra í rigningunni. Bíldudalur, Tálknafjörður og Patró, auðvitað stoppuðum við á öllum þessum stöðum.
Eins og alltaf í svona ferður þá þarf alltaf einhver að slasa sig, bara partur á prógramminu, Sturlaugur var fyrir valinu þessu sinni, hann ásamt bræðrum sínum ákváðu að fara í fjallgöngu þegar það sást í fjallið, þar sáu þeir refi og yrðlinga voða gaman, en á niðurleið dettur hann (Stulli) og fær þessi líka fínu göt á hnéð, hann ekkert smá heppin að mömmu sem kann til verka. heheh
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli