Nú er maður byrjaður í nýársátakinu, tók þá skemmtilegu ákvörðun að reyna að koma mér í form, skellti mér því í worldclass og skráði mig í likami fyrir lífið, svo var það að koma sér af stað í fyrsta skipti og viti menn það var bara gaman, hitti gamlan skólafélagi úr MH sem ég hafði ekki hitt lengi, (alltaf gaman að spjalla).
Það er sko ekki nóg með að ég sé í átaki þá erum við líka byrjuð með hundinn á námskeiði.
Svo er undirbúningshópurinn fyrir reunion byrjaður á fullu í undirbúningi, fá tilboð og fleira. gaman gaman.
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ,hæ, hvað er reunion ?? gott hjá þér að drífa þig í ræktina það þyrftu fleiri að gera,allt gott að frétta á báðum hæðum, knús,Sæa.
Mikið er gott að fá svona hvattningu takk fyrir það. En reunion er hittingur, það eru nefnilega 20 ár síðan ég útskrifaðist úr Austurbæjarskóla og nú er stefnt á hitting.
Kveðja Lauga
JAAAá svoleiðis,en ég hugsa að ef þú hefðir skrifað hittingur í staðin fyrir reunion þá hefði ég líka spurt hvað er hittingur hehe.Var að fá mér göngubretti og er að drepast úr harðsperrum,en við tökum á því eða hvað??? kv. ég
Hæ hæ frænka, heyrðu til hamingju með afmælið um daginn, þó seint sé, ég bara fer varla orðið í tölvuna þessa dagana en er að reyna að breyta því og vera dugleg að skrifa fréttir af okkur hérna í henni Kanödu. Bið að heilsa familíunni og gangi þér vel í ræktinni. Gott hjá ykkur að hafa reunion, það verður fyndið að sjá liðið eftir allan þennan tíma.
Kveðja Siffó frænka
Skrifa ummæli