Ég get víst alveg sagt að það sé brjálað að gera hjá mér þessa dagana, ekki nóg með það að ég sé að reyna vera dugleg að skrifa eitthvað á þessa síðu, heldur þarf ég líka að tjá mig á síðu fyrir Gaggó Aust, einmitt ! við erum búin að koma okkur upp blogg síðu fyrir árgangsmótið sem á að vera í mai, Lifi Austó hehehehe.
Ég,Palli,Ólöf og Ragna skelltum okkur austur fyrir fjall til að skoða mögulega staðsetningu fyrir árgangsmótið, svakalega var gaman að fara þetta, stoppuðum síðan á Selfossi og fengum okkur kvöldmat, þessi matur fór ekki vel í magan á mér og lá ég því daginn eftir bara í magakveisi, up and down, eintóm hamingja eða þannig, er sem betur fer öll að hressast og er tilbúin í slaginn.
Nú er bara vera dugleg að skrifa á 2 síður, vera í ræktinni, sinna börnum og heimili, reyna að komast á kóræfingu og ég má víst ekki gleyma vinnunni :-), þetta er bara heilmikið.
Svo er ég líka að hugsa um meira nám, já ég skrifaði nám, ég er að pæla í því að fara í mannauðsstjórnun, svo er fólk eitthvað að tala um að ég eigi að vera kennari, hvað finnst ykkur?, finnst ykkur ég vera kennaraleg?, ég bara veit ekki.
Vá hvað þetta getur verið erfitt.
Bið að heilsa í bili, þið sem hafið áhuga endilega kíkið á nýju heimasíðunu Gaggo Aust, linkur hér til hægri, svo eru líka komnar inn nýjar myndir.
Kv. Lauga
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Sæl
Hlakka til að hitta þig í maí
kveðja Heiðrún S
Það er sannað mál að konur eru bestu kennararnir í flestum fögum því þær eru svo duglegar að tala.
Að líta kennaralega út er bara bónus :)
Mennt er máttur :)
Cheers
Hmmm, ég held að ég hafi samt ekki þolinmæðina að reyna tala við 20 stk af óargadýrum, mér finnst alveg nóg að tala mína drengi til.
But you never know ....maybe.
Ósköp er allt orðið háfleigt,mannauðsstjórnun hvað í skollanum er nú það,hins vegar held ég að þú hafir alveg munninn fyrir neðan nefið til að geta talað yfir einum bekk eða svo,og svei mér ef ekki soldið kennaraleg hehe.Annars verð ég bara þreytt á að lesa,hefurðu ekki alveg nóg? Bestu kveðjur úr Nesinu.
Skrifa ummæli