mánudagur, febrúar 26, 2007

Endalaus afmæli

Nú er fjölskyldu afmæli fram undan og það að meira að segja tvöfalt, Stulli og Markús vilja fá fjölskylduafmælið, þar sem þeir fengu ekkert slíkt í fyrra vegna veikinda móður, pabbinn treysti sér ekki í slíkt athæfi. hehehehehe karlmenn !!!

Skellti mér á Selfoss um helgina á handboltamót, Stulli karlinn var að keppa, ekki gekk sem skyldi enda var þetta frekar skrítið mót, ef ég á að segja eins og er, helti ég mér yfir dómarfífl, sem að leyfði selfoss liðinu að gera allan fjandan, jafnvel ganga í skrokk á mótherjanum, og greyið Stulli minn fékk sko að finna fyrir því, ekki nóg með það að honum hafi verið hrynt niður, þá var hann líka tekinn hálstaki og dómarfíflið brosti bara af þessu, svo var einhver gutti ekki alveg sáttur við hvernig hann var, þá spurði dómarinn hann hvort að hann vildi ekki bara sjá um að dæma leikinn, á móti þar sem að fullt er af litlum guttum að keppa verða að vera almennilegir dómarar, þvi að þeir eiga að vera fyrirmynd. Ég var líka að pæla í því hvort að dómarar eigi að vera í gallabuxum og með derhúfi, þegar þeir eru að dæma.

Um helgina á ég víst dekurdag í World Class, þetta er sko allt partur af prógramminu, en ég veit ekki hvort ég get nýtt mér dekrið, á víst að mæta á tónleika hjá Markúsi Inga og svo að undirbúa þetta fjölskyldu afmæli á sunnudaginn, Afhverju eru ekki fleirri klukkustundir í sólarhringnum, þannig að maður gæti gert allt sem maður þarf að gera.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spurning að vera bara skipulagður og gera allt til að komast á dekurdaginn - þú átt það svo sannarlega skilið!

Nafnlaus sagði...

Ég hefði viljað sjá þegar þú tókst dómarann í gegn hehehe.