Markús Ingi tók þátt í stórtónleikum um helgina, blokkflautuhóparnir í tónlistaskólanum tóku þátt í tónleikum í Seltjarnarneskirkju, þau spiluðu með sinfóníuhljómsveit tónlistaskólans, ekkert smá flott, yfirskrift tónleikanna var íslenskt já takk, gaman að fylgjast með hvað krakkarnir eru flinkir, þetta var 2 klukkustunda prógramm, þannig að laugardagurinn var fyrir bí í undirbúningi fyrir fjölskylduafmæli.
Fjölskylduafmælið var nú samt nú í dag, þrátt fyrir lítinn undirbúning, slatti af gestum eins og gengur og gerist í svona hófum. En allir fengu nóg af veitingum og ég vona að enginn hafi farið svangur heim eftir allt átið.
2 ummæli:
Til hamingju með það, en hvernig fór með dekurdaginn - fór hann fyrir bí eins og undirbúningurinn á laugardaginn???
Já dekrið fór fyrir bí, eins og flest annað sem ég ætlaði að gera á laugardaginn, en sem betur fer þá fékk ég póst um að ég get nýtt mér þetta dekur seinna :), en samt fyrir mai.
Skrifa ummæli