Nú verð ég að fara að læra að segja nei, þetta bara gengur ekki lengur. Ég er búin að komast að því að í mínum sólarhring er ég með fleiri klst. en aðrir og ég er sko ekkert að grínast með það.
Ef ég lít yfir það sem ég er að gera öllu jafna þá er tími minn ekkert dýrmætur og ég get alltaf á mig blómum bætt.
1. Hugsa um heimili og börn
2. 100% vinna
3. Flokkráð Gróttu og fjáröflunarnefnd
4. Stunda ræktina (til að komast í betra form og fá meiri orku til að sinna öllu)
5. Undirbúningsnefnd fyrir reunion
6. sýna drengjunum mínum áhuga á þeirra tónlistarnámi og íþróttum
7. varaformaður skátasambands Reykjavíkur
Þetta er dálítið þétt setin dagskrá hjá mér, og næst þegar ég er beðin um e-ð þá ætla ég mér að segja NEI, kannski að ég þurfi að fara að æfa mig í því.
Ætla að skella mér á tónleika í kvöld hjá honum Sturlaugi og fund hjá Gróttu.
Kveðja frá geitinni :)
miðvikudagur, mars 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú átt eftir að ganga frá þér með þessum látum. Taktu 1 dag í frí og æfðu þig allan daginn í neisögnum þangað til þú loksins nærð því.
Hahahaha, ég þarf að fara finna tíma í það, það verður næsta verkefni finna tíma til að segja NEI.
Skrifa ummæli