Þindarlausi drengurinn minn ákvað að taka þátt í Neshlaupinu, eftir miklar umræður fékk ég hann á það að hlaupa bara 3,4 km í stað 7,5 km, þar sem það var frekar mikill vindur og ekki létt að hlaupa og að ég myndi leyfa honum að hlaupa 7 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Það verður gaman að sjá hvort hann leggi í það.
Þar sem allir drengirnir mínir hafa verið í tónlistaskólanum í vetur, þá er búið að vera mikið um tónleika og þess háttar, og þeir hafa staðið sig mjög vel og stefnt er að því að halda þessu námi áfram. Gulli á gítar, Stulli á píanó og Markús Ingi mun að öllum líkindum fara á Selló á næsta skólaári. Hægt er að sjá nýjar myndir á vefnum, af tónleikum drengjanna :-) .
Þá er komið að eurovision, var að rifja það upp að fyrir nokkrum árum, þá sat maður heima hjá Ágústu H, og horfði á herlegheitin, það var nefnilega þannig að Ágústa á afmæli í byrjun mai, ég held meira að segja að hún eigi afmæli 4 mai, en þá var keppnin alltaf í byrjun mánaðarins, þar var setið hlegið og sungið og dáðst af flottum söngvurum, mér var mikið strítt þar "nei það var ekki í fyrra heldur í hittifyrra" og þannig fram eftir götunum "nei þessi með bláu augun" híhíhí, svakalega var gaman þá. Nú er maður bara heima að horfa og dæma, og strákarnir hafa engann áhuga þessu showi.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að mæta á kosningastað, veit bara ekkert hvað ég ætla að kjósa, ætli ég skili ekki bara auðu.
Kv. Lauga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli