laugardagur, maí 26, 2007

Reunion, tónleikar, fótbolti og dansýning

Nú hef ég frá mörgu að segja, jáhá það er sko búið að vera mikið að gera á stóru heimili eða bara hjá mér. Nú er reunionið búið og það tókst frábærlega, kennarar í Austó tóku vel á móti okkur, þangað mætti 33 fyrrum nemendur. Við byrjuðum á því að hittast inná kennarastofu, svona til að mingla, síðan var farið í salinn, þar sem umsjónakennarar voru með nafnakall og grín á okkar kostnað, þá tók Elli við og tók bekkjarmynd, í sömu röð og fyrir 20 árum, vá hvað ég hlakka til að sjá þá mynd. Þá tók Pétur tónmenntakennari við og við hlustuðum á gamla upptöku af bekknum mínum síðan '83, bara snilld, síðan var farið í skoðunarferð um skólann og allir upplifðu gamlar minningar, þegar þessu var lokið var brunað út á nes í grillmat og gleði fram eftir nóttu. Vááá Lengi lifi árgangur '71

En áður en ég komst í þessi frábæru gleði var ég búin að syngja á tónleikum fyrr um daginn, þétt setin dagskrá hjá mér alla daga. Tónleikarnir tókust frábærlega enda kórinn orðinn þrusu góður.

Á sunnudaginum var svo fótboltamót hérna á nesinu, og auðvitað var ég í einhverri skipulagningu, en ég kom af stað kaffisölu fyrir 6.fl kk, þar sem Stulli er að fara til Vestmannaeyja og kostar alveg glás, þá er svoleiðis apparat "kaffisala" frábær fjáröflun, en ég var sko alveg skjálfandi á beinunum vegna þynnku, geri sko þetta ekki aftur.

Svo er það dansýningin hjá strákunum, mér finnst það frábært að dans sé kenndur í skólanum, drengirnir ekki feimnir að dansa við stelpurnar og bara flottir dansherra, og ég verð að segja að stelpurnar létu bara vel að stjórn. hehehe

jæja þetta er gott í bili.
6 dagar í danmerkurferð.
kv. Lauga

Engin ummæli: