Nú er Gulli minn kominn til Austurríkis, á föstudaginn eftir próf hjá honum, lögðum við í hann til Kóngsins Köben, þar sem við gistum hjá Hjalta og Agnesi. Við vorum bara askoti dugleg, ákváðum að vera menningarleg og nota bara strætó og lestina, og viti menn það var sko ekkert mál og pottþétt ódýrara. Fengum reyndar fín ráð hjá Hjalta og Agnesi, allt frá A til Ö, þannig að klippikort var keypt og mikið notað :) .
Gulli var reyndar búinn að skipuleggja ferðina hjá okkur í danaveldi, föstudag: flug, lestarferð frá flugstöðinni á lestarstöðina, Hjalta tekur á móti okkur, strætóferð heim til Hjalta, sofa. Laugardagur: vakna, strætóferð á strikið, innkaup, út að borða á Jensen's Bufhus, tivolí, heim að sofa. Sunnudagur; vakna, strætó og lestarferð á flugvöll, flug til Austurríkis. hahah svona var planið hjá Gulla. Og það var sko farið eftir því, þetta var bara fín ferð hjá okkur, nema ég er komin til Íslands og Gulli kominn til Austurríkis. Það verður gaman að fylgjast með hvernig ganga mun hjá honum.
sunnudagur, júní 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli