föstudagur, ágúst 10, 2007

Komin tími til

Það er víst kominn tími til að blogga eitthvað, við erum á lífi, gott að byrja að segja frá því híhíhí
Nóg hefur verið að gera hjá okkur í sumar, eins og áður hefur verið skrifað, þá fór Gulli út til Austurríkis í júní, þar sem hann var hjá frænku sinni henni Evu Björk. Markús Ingi tók þátt í fótboltamóti á Skaganum og við foreldrarnir keyrðum á milli, því við fórum í brúðkaup þann laugardag sem mótið var. Erla og Gunnar Már frændi voru að gifta sig og svakalega var gaman að vera með þeim. Svo kom næsta fótboltamót sem Stulli var að spila á og með nokkra daga fyrir vara var Markús beðin um að spila með 6 flokki í Vestmannaeyjum, þannig að þá viku var í tvöföld fótboltamamma í eyjum og líka yfirfararstjóri. (ég hef aldrei neitt að gera hahaha).
Svo var að sjálfsögðu verið í vinnu þangað til í júlí (24) en þá fórum við í sumarfrí og nú erum við bara með tærnar upp í lofti og reynum að njóta þess að vera í fríi.

kv. Lauga sem hef aldrei neitt að gera, talið bara við mig og ég segi nei.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu Lauga mín mundirðu ekki vera svo væn að gera soldið fyrir mig???? hÍhíHEhe,Gott að heyra frá þér.Eins og ég hef alltaf sagt,MIKIÐ lifandi skelfingar ósköp er gott að vera upp úr þessum ósköpum vaxinn,þó þetta barnastúss hafi ekki verið hálft á við það sem sumir gera úr því í dag hehe.Vonandi lætur GUÐ gott á vita,en finnst stundum dulítið um of af því góða (hef kannski ekki vit á því) Stórt knús til ykkar allra úr NESINU.

Nafnlaus sagði...

blessud :)

jà bara skemtilegt sumar! Get svo stadfest thad ad thad var nu gaman i budkaupinu ;) Er sjàlf à eyjunni Reunion, er ad fara heim til Parisar i kvold...timinn lidur hratt!
bid heilsa i bili...skila kvedju!! :)