sunnudagur, ágúst 19, 2007

Maraþon og menningarnótt


Jæja nú skrifa ég aftur og bara liðnir nokkrir dagar síðan ég skrifaði síðast. hahahaha (ein að reyna að taka sig á í skrifum).

Nú er maraþonið búið og gekk líka þetta vel, strákarnir mínir Sturlaugur og Markús ákváðu að taka þátt og hlaupa 3 km, reyndar ætlaði Markús að hlaupa 10 km en mamman sagði nei við því (fannst það full langt). Eftir miklar umræður ákváðum við að þeir myndu hlaupa fyrir Bandalag Íslenskra skáta, það þarf nefnilega líka að styðja tómstundastarf barn. Ég er ekkert smá stolt af drengjunum :) .

Svo var það menningarnóttin hmmm það eina sem við biðum eftir var flugeldasýninginn, þannig að við komum okkur bara vel fyrir á Vesturgötunni hjá Ragga og Kiddý, þar sem stórfjölskyldan hittist trallaði og grillaði ljúfengan mat. bara gaman.

Svo næstu helgi er það ball ársins á nesinu "Stuðmannaballið" það eina og sanna og svo helgina þar á eftir er Ljósanótt í Keflavík.


Hmmm ég gleymi víst alveg það sem kemur á undan þessu öllu saman, Skólinn er að byrja og það núna á þriðjudaginn hjá drengjunum og þeir eru farnir að bíða. Hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa það.
Myndur frá maraþoninu eru komnar inná myndasíðuna.

kveðja Lauga

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með strákana þína - frábært hjá þeim. Það er reyndar það sama á mínu heimili, þ.e. tilhlökkun í skólabyrjun (hélt reyndar að ég myndi aldrei upplifa það með unglinginn!).
Allavega strákarnir fluttir í Hafnarfjörðinn og ég ein eftir hérna í sveitinni.
Kveðja,
Ása