Engin smá húsmóðir, ákvað að prufa að baka kleinur, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður :-).
Gekk líka þetta rosa vel að annað eins hefur ekki heyrst til borga eða byggða hahahaha.
Það kom hingað ungur drengur í dag og spurði mig hvað ég væri að gera, alveg hissa yfir þessu atferli hjá mér, því hann var hérna hjá mér seinustu helgi og þá var ég að baka bananabrauð og bananaköku. Svo fór hann til Markúsar og sagði við hann, svakalega ert þú heppinn mamma þín er alltaf að búa til eitthvað gott.
Þannig hafið þið það, þess vegna er ég bakameistari og ekki einu sinni menntuð sem bakari, en ég held að ég sé útskrifuð sem mamma og það með ágætis einkunn.
laugardagur, apríl 05, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já Lauga bara duuuugleg að baka!! ;)
ég kem sem sagt í kleinur og bananabrauð þegar ég kem næst til landsins ;)
biiiiiiiisous
Þú ert alltaf velkomin til mín Heiða, en ég lofa engu sko með baksturinn.
Nammmi nammmm, má ég koma líka. KNÚS og kveðjur í kotið. Ég.
Allir eru velkomnir, svo lengi sem þeir setji ekki út á draslið hehehe, en ég gæti töfrað fram einhverju góðgæti.
Kveðja Lauga
Skrifa ummæli