þriðjudagur, júlí 29, 2008
Lifandi
Ég lifði af að sofa í tjaldi, miða við að vera orðið hálfgert gamalmenni hahahaha. Við áttum frábæra daga að Hömrum Akureyri. Verð samt að segja að Hamrar er Kjalarnes Akureyringa, vel opið fyrir norðan og sunnanáttinni. Sólin skein og rigndi reyndar líka, en hvað er landsmót án þessa alls? Fjölskynda brunaði norður á fimmtudag svo við hjónin kæmumst í brúðkaup, kórinn söng í brúðkaupinu og í veislunni á eftir. En þegar norður var komið var farið á fullt að tjalda, koma Stulla og Markúsi til Unnar og Dóra, kóræfingu og svo að skipta um föt, vááá ekkert smá mikið gert á stuttum tíma, en þetta tókst allt saman svo var bara tekið því rólega á Landsmóti skáta, sungið pínulítið(kórinn) og svo var farið á Gilwellreunion og sungið meira, það er nú meira hvað maður þarf alltaf að syngja mikið. En svona er þetta nú bara lífið er söngur.
Kveðja Lauga
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sýndist þú bara líta nokkuð vel út,og að minnsta kosti nógu hress til að rétta þeim gömlu hjálparhönd,enda sannur skáti,ha. kv. úr NESINU.
Auðvitað varð maður að hjálpa gamla settinu, það sko ekki við öðru að búast af skátum. Það er víst eitt af lögum skáta. Skáti er hjálpsamur. hehehe
Skrifa ummæli