Heil og sæl.
Nú er familien komin til Gautaborgar. Eftir langt og strangt ferðalag svona ca. 16 tíma ferðalag í heildina. Vöknuðum um 3.30 og að sjálfsögðu vorum við mætt fyrir kl. 5 á leifsstöð, enda átti vélin að fara í loftið kl 7. Auðvitað lentum við í seinkun um klukkustund sem var þess leiðandi að lestinn sem ég var búin að ráðgera að taka í Svíþjóð var farin og við þurftum að taka rútu. Heppin við eða þannig, því auðvitað lentum við á hægfara rútunni sem stoppar allsstaðar en við komumst á leiðarenda og það er nú fyrir öllu. Og eins og ferðalöngum sæmir horfir maður út um allt og pælir og hugsar, mér var mikið starsýnt á blessaðar beljurnar hérna. JÁ ég sagði beljur, ég held að bændur hér vilji bara hafa 1 lit eða eina sort, var sko ekki að sjá blandaða lita belju hópa. Já það er sko ýmislegt sem maður hugsar.
Fyrsti keppnisdagur er á morgun og Stulli minn er kominn í lið og fær því að keppa á þessu móti. Og ég sem var ekki að fara með neitt barn til að keppa. Vikan verður strembin en veður spáin er góð.
Svíþjóðarkveðjur Lauga
þriðjudagur, júlí 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ elskurnar,óþolandi þessar seinkanir,mátt þó þakka fyrir að það voru ekki 9.tímar hehe. Beljur eru jú bara beljur,ooo,gaman að heyra frá ykkur,KNÚS úr NESINU.
Skrifa ummæli