mánudagur, ágúst 22, 2005

Menningarnótt og stór afmæli

Núna er menningarnóttin búin, var reyndar dauðþreytt eftir hana, það er sko ekki auðvelta að vera ein með 3 drengi í svona mannmergð, ætluðum að reyna að fara í draugahúsið en eftir að við sáum röðina og áætluðum tímann sem færi í það að standa í henni þá ákváðum við bara að labba um bæinn eða réttara sagt droðast/kremjast/merjast/trampað á o.s.frv. Snérum því heim um 10 leitið og hlustuðum á flugeldana og baka köku fyrir ömmu.
Sunnudagurinn fór í að setja krem á kökuna, ekki að það tæki langan tíma, en svo var farið upp í Hvalfjörð þar sem afmælið hennar ömmu var haldið í félagsheimilinu Hlöðum, og það besta af öllu að amma vissi ekki af því að við værum að halda upp á afmælið hennar og þegar hún keyrði í hlaðið þá vissi hún ekki betur en að hún væri að fara á Málverkasýningu. SURPRICE AMMA vá það var æðinslegt að sjá svipinn á henni. Þetta var örugglega eitt af skemmtilegustu afmælum sem ég hef farið í. Amma til hamingju með daginn.

1 ummæli:

Unnur sagði...

Til hamingju með ömmu.