Þessi helgi fór nú bara í þrif, ekki á mínu heimili heldur hjá Ragga og Kiddý, þau voru að flytja á Vesturgötuna og þurftu að afhenda íbúðina sína í dag, þannig að stór fjölskyldan stóð í flutningum og þrifum, því var kvaðning á aðra fjölskyldu meðlimi að bretta upp ermarnar og taka til hendinni, annað hvort með tusku eða í burði, ég valdi tuskuna og stóð mig bara vel í þeim málum.
Nú verður bara unnið og unnið næstu daga þar sem sumarfríið mitt er búið, ég verð reyndar á kafi næstu vikurnar miða við reikningana sem hafa hlaðist upp þessar 2 vikur sem ég tók mér frí, eins gott að ég var ekki með lengra frí, þá hefði ég ekki gefið í að mæta í vinnuna ef svo hefði verið.
mánudagur, ágúst 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli