föstudagur, júlí 22, 2005
Þá er maður komin heim
Jæja þá er maður komin heim eftir ferðina, dálítið þreytt, líkaminn lurkum laminn, og svakalega var gott að sofa í sínu rúmi í nótt. Annars var þetta mjög fín ferð til Kaupmannahafnar, skemmtilegt að taka þátt í svona fótboltamóti og fylgjast með strákunum spila, síðan eyddum við fjórum dögum í Köben, auðvitað var farið á strikið, ströndina og svo var farið í dýragarðinn, hann er rosalega flottur og strákarnir skemmtu sér rosalega vel, þrátt fyrir rigningu sem skall á reglulega á meðan við vorum þar, svo var farið aftur á Strikið og Amager Center og verslað (aðsjálfsögðu). Þetta er svona í grófum dráttum það sem við gerðum á þessum stutta tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli