mánudagur, júlí 10, 2006

Komin í sumarfrí og fer kannski að skrifa meira

Já ég er komin í sumarfrí, og ætla sko aldeilis að njóta þess, er þagar sólbrunnin á bringunni og það bara eftir 1 dag. Haukur og Gulli komu heim í dag eftir ágætis keppnisferð í Svíþjóð (Gautaborg). Við hin sem sátum heima fór í heimsókn til ömmu (langömmu) í Borgarnesi, svakalega var gott að koma til ömmu, við vorum bara ný komin þangað þegar Eva frænka mætti á svæðið í smá stoppi á leið norður, alltaf verður maður að stoppa hjá henni ef maður fer í gegnum bæinn.

Siffó til hamingju með afmælisdaginn þarna 6.júlí vá bara orðin 34 ára og flutt til útlanda, ég vona að ykkur muni ganga vel í framtíðinni og námið og barnafjölgunin, vá það er ekkert smá á einu ári. hehehe

Jæja fyrst að allir í fjölskyldunni eru komnir heim þá er stefnt að því að fara í smá ferðalag á vestfirði, þar sem við ætlum að vera í nokkra daga.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og takk fyrir kveðjuna. vildi bara láta vita að þú hefur sett heimasíðuna mína rangt inn í linkinn, ég held að þú hafir átt að sleppa www.á undan. Allavega til hamingju með að vera komin í sumarfrí og vonandi verður veðrið gott fyrir þig. Heyrumst!
Kv. Sif

Sigurlaug Björk sagði...

Búin að redda því. hehehe