mánudagur, desember 18, 2006
6 dagar til jóla
Þessi kall mætti víst í nótt og ég varð bara ekkert var við hann.
kannski var það vegna þess að ég svaf eins og steinn í nótt, búin að vera gera breytingar á eldhúsinu og reyna að vera myndarleg að baka smákökur, og svo ákvað ég að enda árið á því að brenna mig á vinstri hendi, hehehe, byrjaði árið á því að handleggsbrotna um úlnliðinn svo tók ég 9 mánuði í nýrnavesen, loksins útskrifuð frá því, svo lengi sem ég held mér við óhollustu og drekk áfengi þá er ég í góðum málum, ekkert grænmetis kjaftæði, svo er ég búin að vera nokkuð góð í nokkrar vikur og þá brenni ég mig. ÉG ER HANN þetta árið og enginn getur tekið það af mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
HEHEhehe !!! Skál mín kæra,það eru víst fæstir sem geta verið í svona vellystingum,maður má varla hugsa um orðið smákaka hvað þá konfektmoli án þess að það setjist allann hringinn,annars löngu hætt öllum bakstri og líka að vera með tuskuna og hausinn inn í öllum skápum og upp um alla veggi sér þetta enginn í svartasta skammdeginu.Annars allt gott héðan,sendum ykkur öllum bestu óskir um gleðileg jól!! og þökkum góðar stundir á liðnum árum.Hafið það alltaf sem best.Sæa.
Ég er sem sagt í góðum málum, þessi jól þó ég fari ekki alveg á hvolf við þrif, kannski að ég geri bara snyrtilegt í kringum mig. En Sæa það er alltaf svo fínt hjá ykkur, hvernig ferðu að þessu?
Hæ hæ,hefurðu verið hér þegar sólin er lágt á lofti,maður er stundum gáttaður hvaðan allt þetta ryk kemur. kv. ég.
Skrifa ummæli