sunnudagur, desember 24, 2006
Gleðileg jól
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, takk fyrir það gamla.
Nú eru jólin að ganga í garð og ég hef alveg nóg að gera, reyndar er ég búin að öllu nema að elda matinn, maður hristir það að sjálfsögðu fram úr erminni eða þannig, en það eru sko engar breytingar á matseldinni, nema kannski á eftirréttinum en Gulli ætlar að gera hann. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta.
Nú er síðasti jólasveinninn á leiðinni í bæinn og vísa hans er svona.
Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.
Kertasníkir er víst búinn að koma og honum leist ekkert á kertin, beit í þau og skildi þau svo eftir, þau eru víst ekki úr tólg þannig að það er ekkert varið í þau.
Bið að heilsa í bili.
Með jólakveðju Lauga
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
gleðileg jól
Skrifa ummæli