fimmtudagur, desember 28, 2006
Gleðilega jólarest
Nú er pakkaflóðið búið og allir glaðir með sitt, þetta voru svakalega notaleg jól, auðvitað sá ég um matinn og allt það, nema Gulli minn sá um að gera dessertinn og hann ætlar líka að sjá um hann um áramótin, fínt að hafa einhvern svona í eldhúsinu með manni. Farið var í jólaboð á jóladag eins og venjulega og svo fórum við til Keflavíkur í ostaveislu á annan í jólum, svo hefur það bara verið vinna. En fjölskyldan ætlar svo að eyða áramótunum í Keflavik og sprengja sprengja bomm bomm..... jæja læt þetta nægja í bili, það eru komnar inn nýjar myndir frá jólum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Óskum ykkur öllum gleði og gæfu á nýju ári.Bestu kveðjur, Sæa og Bjössi
Skrifa ummæli