mánudagur, janúar 29, 2007

Janúar á enda

Nú er jan að verða búin og ég reyni að vera dugleg í ræktinni, fer svona 4-5 sinnum í viku. Ég ætla rétt að vona að kílóin fari að fjúka, því nóg púla ég og svitna. Nóg um ræktina að sinni, ég fór í frábæra óvissuferð með vinnunni á laugardaginn, þar sem lagt var af stað kl 8.30 frá höfuðborginni og keyrt austur fyrir fjall, að minni Borg í Grímsnesi, þar sem við vorum á námskeiði sem heitir "hver tók ostinn minn" frábært námskeið og ég komst að því að ég er Þefur (híhí) ég er sko enginn Loki (þvermóðska og ekki til í neitt) eða LÁSI (sem þarf að taka öllu með fyrir vara og að vel ígrunduðu máli) neibb ég er Þefur (svona meira til í að gera hluti og reyna að framkvæma þá), og eftir þetta námskeið var farið upp í risastórann fjalltrukk og farið upp á Bláfellsháls og þar var farið á snjósleða og keyrt upp að jökulrönd Langjökuls, þegar þetta var búið var brunað á Laugarvatn þar sem sest var niður að snæðingi og gætt sér á þorramat. (og Drukkið). Ég var búin eftir þetta skrall á sunnudaginn en lét það ekki aftra mér og mætti í ræktina til að hrista af mér slenið, svei mér þá ef ég er ekki að standa mig í þessu átaki.

Jæja bið að heilsa ykkur í bili. Þorrakveðja af nesinu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega ertu dugleg!! ;-)
Aetti eg ad athuga med unglinga namskeidi i klifur herna hja mer fyrir hann Gulla? Ef ja hvad kann hann eda hvad kann hann ekki?!

Kvedja fra Austurriki
Eva ;-)

Nafnlaus sagði...

pppfff....ég hef farið á þetta námskeið og ég var nú ekki ánægð með það. Gert til að heilaþvo starfsfólkið og láta það sætta sig við breytingar sem eru gerðar til að græða meira...allavega í mínu fyrirtæki :)
Kv. Heiðdís

Sigurlaug Björk sagði...

Vá Eva þú spyrð ekkert smá stórt, hann er bara helv.... góður í klifrinu (litill,léttur,fimur)ég veit bara að hann þarf ekki byrjenda námskeið. Annars skiptir það ekki máli hvernig námskeið hann fer á svo lengi sem það er ekki körfubolti hehehe,

kv.Lauga