fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Gulli minn á leið til útlanda

Já Gulli er á leið til Austurríkis í sumar, nú er það alveg ákveðið, en það besta við þetta er að á morgun verður pantað fyrir hann fyrir til Íslands frá Austurríki, já heim en ekki út, en við finnum eitthvað út úr því. Hann mun verða hjá Evu frænku sinni og fara á þýskunámskeið, þetta verður bara gaman fyrir drenginn.

Svo þessa helgi er hann að fara til Dalvíkur á skíði, svei mér þá ef drengurinn er ekki alltaf á faraldsfæti, við hin verðum bara vonandi í rólegheitum um helgina, jæja fyrir utan það að við hjónin erum að fara í útskriftargleði.

bið að heilsa í bili
Lauga

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég lét mig einu sinni gossa niður bratta brekku á gönguskíðum sem krakki. Það var mitt fyrsta og síðasta skipti. Ég rúllaði niður alla brekkuna og skildi skíðin eftir efst uppi. Ekkert gaman :(

Mundu að hella vel í þig í útskriftinni. Bara nauðsynlegt.

Sigurlaug Björk sagði...

Ég lærði ekki á skíði fyrr en ég var 18-19 ára og það var æðinslegt.