Laugardagur að kveldi kominn og fátt lítið að gerast, Celloæfing búin í dag, nú þurfum við Markús að fara yfir æfingarnar á hverjum degi, æfingin skapar víst meistarann og því ekki seinna að vænta en þrotlausar æfing. Ég þarf að mæta og læra með drengnum, þar sem hann getur stundum verið þver, veit ekki hvaðan hann hefur það, held að hann hafi það ekki frá mér!!!! Ég þarf ekki að vera svona með Stulla, en það er gaman að kynnast nýju hljóðfæri og gott fyrir okkur að glíma við það.
Nú er ég að reyna að skipuleggja dekurdag fyrir mig og Gurrý, ætla að reyna að fá nuddtíma fyrir okkur næsta laugardag svo fáum við okkur eitthvað gott að borða.
En fyrst þarf ég að reyna að finna tíma til að setja niður haustlaukana sem ég keypti til að setja niður hjá Sindra og Gulla bró, ég er að þykjast vera með græna fingur, þess vegna er fínt að setja niður haustlauka, lítið að hafa fyrir því.
Ég er búin að finna drauma húsið mitt, það versta við það er að enginn í fjölskyldunni vill flytja, svo væri nú líka betra að vera með vinnu þar sem þetta hús er. Dalur er til sölu, það er hús í Borgó sem amma mín er uppalin í, það var víst langalangaafi minn sem byggði þetta hús árið 1906, þá var langafi minn 14 ára og langamma bara 5 ára, sem sagt hús með mikla fjölskyldusögu. Ég skil bara ekki í strákunum mínum að vilja ekki flytja. Þetta er er svo flottur staður. Hvað finnst ykkur???
1 ummæli:
Það er fallegt og skjólsælt í DALNUM. kveðja.Sæa.
Skrifa ummæli