föstudagur, september 28, 2007
Saga dagsins
Ég vinn með yndislegum manni, þetta er maður sem gekk undir því nafni að vera kallaður "Fallöxin", ég bara skil ekki afhverju, þar sem hann er alveg yndislegur og vinnur vinnuna sína mjög vel. Fyrir utan það, þá kallaði hann á mig í morgun og sagði mér hvað ég væri heppin, ég sagði nú svo vera en afhverju spurði ég, nú sagði hann ég geymdi fyrir þig fullan poka af laufblöðum, ha fullan poka af laufblöðum sagði ég, já sagði hann ég frétti að þú færir að safna þeim fyrir drenginn þinn. Við þetta sprakk ég úr hlátri og hló mig vitlausa þar til tárinn runnu niður. þannig er nefnilega mál með vexti að Markús Ingi átti að safna 10 laufblöðum af mismunandi gerð og lit, þetta var svona haustverkefni, og mamman fann nokkur flott laufblöð á mánudaginn og starfsfólkið spurði mig hvað ég væri að gera með laufin, nema það að þessi yndæli maður tók því þannig að ég væri að safna heilum helling fyrir skólann og ætlaði bara að hjálpa mér í þeim málum. Segið svo að það vinni ekki gott fólk hjá Bílastæðasjóði. "En fullan poka"!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli