Jú jú ég tók strætó í kvöld, sem er reyndar ekki merkilegt í sjálfu sér, nema þá kannski að mér finnst að bílstjórinn ætti að taka prófið aftur, ég held að hann hafi brotið flestar umferðareglur á þessari leið sem hann keyrði.
Þar sem ég þurfti að fara á fund í dag eftir vinnu, upp í Árbæ og Haukur með bílinn þá er bara ekkert annað en að taka strætó, sem er bara gott og blessað, sitja í rólegheitum í 40 mínútur, eða þannig hugsaði ég það. Eftir fundinn fékk ég vin minn til að keyra mig í mjóddina þar sem ég gæti tekið strætó beina leið heim (upp að dyrum) með leið 11. Er ég var kominn inn í vagninn, þá gaf bara bílstjórinn í botn, ekkert verið að hægja á sér í beygjum og hann var sko langt yfir hámarkshraða, maður mátti hafa sig allan við að halda sér í sætinu, ekki nóg með það þá keyrði hann í veg fyrir 1 bíl og var nærri því búinn að keyra niður 2 stelpur, og kallinn var bara á flautunni. Eftir að hafa setið í vagninum í 30 mín, þá koma inn 2 gamlar konur sem varla stóðu í fæturnar og ekki bætti það úr skák að þegar þær voru búnar að borga þá lagði kallinn af stað og þær áttu í erfileikum með að setjast í sætin, kerlingar greyin voru dauðskelkaðar á aksturslaginu þar sem hann brunaði yfir hraðahindranirnar og ég get líka alveg sagt það að ég var mjög fegin þegar ég steig út úr vagninum. Strætóferðin sem ég sá í hyllingum sem rólegheitaferð var frekar ferðu upp á líf og dauða. Held að það ætti að standa á stýrinu í strætó "Hraðinn drepur".
mánudagur, september 17, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli